Eitthvað að kroppast upp í Vatnsdalnum

Við heyrðum í Birni upp í Vatnsdal í pásunni í gær þann 22.6 og hann sagði að eitthvað væri að kroppast upp af laxi. Hann taldi 14 fiska skráða í bók og var mest af fisknum fengið fyrir neðan Flóð. Einnig höfðu laxar veiðst í Grjóthrúgu, Torfa, Álku og á Horninu þannig að fiskurinn er mættur um alla á, þó svo að hann mætti vera dreifðari.

Við megum búast við frekari fréttum þeim félögum þegar opnunarhollið klárar en látum einnig nokkrar myndir frá Birni fylgja.

Fleiri áhugaverðar fréttir

2020-06-23T14:41:17+00:00

Deildu einhverju með okkur...

Go to Top