Tips.is https://www.tips.is/ Komdu að veiða Fri, 22 Apr 2022 12:27:46 +0000 is hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.5.2 214980424 Sala hafin á veiðileyfum í Selá í Álftafirði https://www.tips.is/sala-hafin-a-veidileyfum-i-sela-i-alftafirdi/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sala-hafin-a-veidileyfum-i-sela-i-alftafirdi Fri, 22 Apr 2022 12:24:41 +0000 https://www.tips.is/?p=4364   Gleðilegt veiðisumar 2022! Nú hefur verið opnað fyrir sölu veiðileyfa í Selá í Álftafirði hér á Tips.is. Óhætt er að segja að áin sé eitt best geymda leyndamál í laxveiði á Íslandi enda hefur hún upp á allt að bjóða þegar kemur að fjölbreyttri veiði; djúpir hylir og langar breiður

The post Sala hafin á veiðileyfum í Selá í Álftafirði appeared first on Tips.is.

]]>

 

Gleðilegt veiðisumar 2022!

Nú hefur verið opnað fyrir sölu veiðileyfa í Selá í Álftafirði hér á Tips.is.

Óhætt er að segja að áin sé eitt best geymda leyndamál í laxveiði á Íslandi enda hefur hún upp á allt að bjóða þegar kemur að fjölbreyttri veiði; djúpir hylir og langar breiður sem geta geymt lax á stóru svæði. Veiðileyfi eru auk þess einungis seld um helgar, 3 daga holl, sem þýðir að áin er algjörlega hvíld milli seldra holla.

Minnum á að leyfin eru seld án aðgengis að veiðihúsi en hægt er að fá leigða gistingu á Starmýri. Allar nánari upplýsingar um Selá í Álftafirði hér.

Góða skemmtun!

The post Sala hafin á veiðileyfum í Selá í Álftafirði appeared first on Tips.is.

]]>
4364
Sjóbirtingsveiðar að hausti https://www.tips.is/sjobirtingsveidar-ad-hausti/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sjobirtingsveidar-ad-hausti Fri, 26 Jun 2020 08:54:22 +0000 https://www.tips.is/?p=4164 Sjóbirtingurinn er mögnuð skepna og það er sannarlega frábær skemmtun að veiða hann á stöng, enda er hann sprettharðastur allra laxfiska. Almennt hefur verið mikill uppgangur í sjóbirtingsveiði á öllu landinu um nokkurt skeið og er það vel. Jafnframt hefur hann farið að ganga fyrr upp árnar nú í seinni tíð og stærstu birtingarnir

The post Sjóbirtingsveiðar að hausti appeared first on Tips.is.

]]>

Sjóbirtingurinn er mögnuð skepna og það er sannarlega frábær skemmtun að veiða hann á stöng, enda er hann sprettharðastur allra laxfiska. Almennt hefur verið mikill uppgangur í sjóbirtingsveiði á öllu landinu um nokkurt skeið og er það vel. Jafnframt hefur hann farið að ganga fyrr upp árnar nú í seinni tíð og stærstu birtingarnir eru jafnvel mættir í árnar í lok júní. Kraftmestu göngurnar koma þó um síðsumarið þegar nætur verða dimmar og besti veiðitíminn á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýslum hefur jafnan þótt vera frá ágústlokum og út september. Stundum getur líka október veiðin verið drjúg, enda gengur mikið af geldfiski í árnar á haustin.  

Haustveiðin er mikið lotterí og allra veðra von. Það getur dottið í bongóblíðu, en samt er miklu algengara að veður séu rysjótt – hvasst, kalt og blautt! En einmitt þá gerast oft ævintýrin og þá er líka mikilvægt að vera með réttu græjurnar. Enginn skyldi fara í haustveiði á sjóbirting bara með léttar græjur – fjarkar og fimmur og flotlínur eru fínar til síns brúks, en þegar gengur á með hagléljum og 13-20 m/s og vatnið litað fer sjarminn aðeins af þeim. Við slík skilyrði er gott að vera með stangir fyrir línur 8-11 – kraftmiklar einhendur og svo „switch“ stangir og tvíhendur. Þá þarf líka að veiða djúpt með sökklínum eða sökkendalínum og þyngdum flugum og kasta þvert eða jafnvel aðeins upp fyrir sig og menda vel til að fá hægara rennsli. Þeim mun hægar sem flugan fer að fiskinum þeim mun líklegra er að hann fari í hana þegar vatnshitinn er aðeins örfáar gráður. Þá er  mikilvægt að vera með sterkan taum, ekki veikari en 15 pund. Hefðbundnar flugur í sjóbirtingsveiði eru Black Ghost, Dentist, Dýrbítur, Flæðarmús, Nobbler og Spencer Bay Special svo nefndar séu nokkrar þekktar straumflugur bæði í hefðbundnum útfærslum og þyngdar eða „skull“. Svo koma tímar þegar hann vill bara „pöddur“ eða jafnvel þurrflugu – það er um að gera að hugsa útfyrir boxið og sýna honum eitthvað nýtt. 

Að lokum þá er mikilvægt að byrja alltaf að veiða svæðið næst bakkanum sem þú veiðir frá. Þegar árnar eru vatnsmiklar þá hörfar birtingurinn frá mestu straumólgunum og leitar vars nær landi og því er mikilvægt að ana ekki beint út, heldur byrja á því að veiða svæðið næst þér. Þegar það er búið er tilvalið að bretta upp vaðbrókina og kasta á djúpu kvörnina við landið hinu megin. Stundum er sá stóri einmitt þar lagsi – Hóseanna! 

Fleiri áhugaverð tips

The post Sjóbirtingsveiðar að hausti appeared first on Tips.is.

]]>
4164
Sjóbleikjuveiði https://www.tips.is/sjobleikjuveidi/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sjobleikjuveidi Wed, 24 Jun 2020 08:50:31 +0000 https://www.tips.is/?p=4162 Að veiða sjóbleikju á stöng er frábær skemmtun og svo er nýgengin sjóbleikja auðvitað einstakt lostæti líka. Því miður hefur verið nokkur niðursveifla í veiði á sjóbleikju undanfarin ár og telja margir að þar sé um að kenna hlýnandi veðurfari vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki skal lagt mat á það hér, en víst er að bleikjan er

The post Sjóbleikjuveiði appeared first on Tips.is.

]]>

Að veiða sjóbleikju á stöng er frábær skemmtun og svo er nýgengin sjóbleikja auðvitað einstakt lostæti líka. Því miður hefur verið nokkur niðursveifla í veiði á sjóbleikju undanfarin ár og telja margir að þar sé um að kenna hlýnandi veðurfari vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki skal lagt mat á það hér, en víst er að bleikjan er sú tegund ferskvatnsfiska hér á landi sem þrífst best í köldu vatni, enda eru helstu búsvæði hennar  á norðurhelmingi landsins. Það er samt öllum ljóst sem stunda veiðar að bleikjan er á undanhaldi, en sjóbirtingur, sem þrífst betur í aðeins hlýrra vatni, í mikilli sókn. 

Sjóbleikja tekur að ganga í ár á norður- og norðvesturlandi í lok júní, en kraftmestu göngurnar koma svo í júlí og ágúst. Á austurland og þá sérstaklega í minni árnar á fjörðunum gengur hún seinna og einkum þegar húmar að hausti og nætur verða dimmar. Sunnan heiða er töluvert af sjóbleikju í Skaftafellssýslu og gengur snemma – margir hafa gert góða veiði í Grenlæk í júní þegar fyrstu „kusurnar“ stimpla sig inn. 

Sá sem þetta skrifar hefur veitt sjóbleikju í meira en 40 ár og veit ekkert skemmtilegra. Garðar heitinn Svavarsson, sá mikli veiðimaður, kom mér á bragðið í Miðfjarðará í lok áttunda áratugarins þegar hann kenndi mér að veiða á örtúpur á strippi. Þá voru Blue Charm, Hairy Mary og Teal and Black bestar fyrir bleikjuna, og reyndar líka laxinn, og þær standa enn fyrir sínu. Stundum þarf líka að fara aðeins dýpra og þá eru örkeilur málið, Black&Blue kemur sterk inn og líka Haugur, svo má ekki gleyma rauðum Frances á gullkrók. 

En svo vilja þær stundum bara alls ekki þetta nammi og þá þarf að fara í kúluhausa og andstreymisveiði. Þá er það Krókurinn, Peacock, Beykir og Peter Ross sem virka. Í ísöltum sjávarlónum eins og td Hópinu og Húnavatni er Nobblerinn gríðarlega sterkur ólífugrænn með rauðum haus, svartur og bleikur og líka Cardinelle.   Og svo auðvitað líka eitthvað allt annað – hugsaðu út fyrir boxið, lagsi – og umfram allt góða skemmtun! 

Fleiri áhugaverð tips

The post Sjóbleikjuveiði appeared first on Tips.is.

]]>
4162
Hugleiðing í byrjun laxveiðisumarsins 2020 https://www.tips.is/hugleiding-i-byrjun-laxveidisumarsins-2020/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=hugleiding-i-byrjun-laxveidisumarsins-2020 Wed, 24 Jun 2020 07:25:04 +0000 https://www.tips.is/?p=4177 Jæja elsku vinir, þá er þetta er loksins komið af stað eftir Kófið og allt það leiðindar vesen. Það eru búnar að vera afbókanir vinstri, hægri og mörg veiðihús eru enn lokuð, en veiðimenn mæta bara í árnar með nesti og veiða staka daga. Stemmingin í kringum það er mjög sérstök, en almennt

The post Hugleiðing í byrjun laxveiðisumarsins 2020 appeared first on Tips.is.

]]>

Jæja elsku vinir, þá er þetta er loksins komið af stað eftir Kófið og allt það leiðindar vesen. Það eru búnar að vera afbókanir vinstri, hægri og mörg veiðihús eru enn lokuð, en veiðimenn mæta bara í árnar með nesti og veiða staka daga. Stemmingin í kringum það er mjög sérstök, en almennt eru veiðimenn samt kátir og reifir sem aldrei fyrr.

Laxinn lét ekki bíða eftir sér þetta árið og sáust fyrstu laxarnir strax um miðjan maí á suðvestur horninu og litlu síðar víða um land. Þá er grásleppan líka búin að vera í fínu formi sem þykir alltaf vita á góðar laxagöngur. Veiðin hófst loks 1. júní í Urriðafossi í Þjórsá og gekk strax vel þrátt fyrir mikið vatn og komu 18 laxar á land á opnunardeginum. Síðan opnaði Norðurá 4. júní og Blanda 5. júní og fengust nokkrir fiskar úr þeim báðum og athygli vakti að fiskur var genginn lengst uppí dal í Norðurá og þá voru 15 fiskar strax gengnir upp teljara í Blöndu, en þar verða nú þáttaskil og eingöngu leyfð fluguveiði og skylduslepping á öllum laxi.

Árnar hafa síðan verið að opna ein af annarri og víðast gengið þokkalega, en þó hafa hvergi verið neinar flugeldasýningar, þrátt fyrir gott árferði og mjög gott vatn. Mönnum ber þó alls staðar saman um að það sé mikið líf í ánum og fiskur þegar orðinn nokkuð dreifður sem er óvenjulegt svo snemma. Þannig sáust fiskar í Norðurá við Glitstaðabrú um mánaðarmótin og einn af fyrstu fiskunum í Kjósinni kom úr Króarhamri – sömu sögu er að segja úr Eystri Rangá, Grímsá, Langá og Víðidalsá og eflaust víðar; fiskur er þegar kominn á efstu svæðin.

Á norðausturhorninu hafa verið gríðarlegar leysingar í hlýjindunum undanfarið, sem dæmi fór Selá í Vopnafirði í 260 rúmmetra á sekúndu í byrjun júní (til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár 310-360 rúmmetrar). Þrátt fyrir það sáust fyrstu laxarnir þar 10da júní og þá var rennslið enn yfir 50 rúmmetrum – og það er ennþá vel yfir 30 rúmmetrar og því verður spennandi að fylgjast með opnuninni þarna eystra eftir nokkra daga – en það er allavega ljóst að sá silfraði er mættur um allt land.

Það er því ljóst að 2ja ára laxinn gekk óvenju snemma í ár og framan af voru göngur kröftugri en menn hafði órað fyrir eftir lélegt smálaxasumar í fyrra. Nú hefur hins vegar fjarað nokkuð undan þeim göngum og þótt það aðeins farið að örla á smálaxinum, vantar samt ennþá töluvert uppá alvöru göngur til að keyra þetta áfram af fullum krafti. Laxarnir sem eru að veiðast núna eru flestirnir að vera í ánum nokkurn tíma, þótt þeir séu samt allajafna frekar silfraðir og ferskir, og það heyrir nánast til undantekninga að það veiðist lúsugir fiska sem er skrítið á þessum árstíma.

Ég var að koma úr gæderíi í Laxá í Leirársveit, en þar er búin að vera prýðileg veiði og fiskarnir flestir stórir og fallegir, en líka smálaxar í bland – þannig kom 88 cm í Sunnefjufossi í opnun og svo 92 cm úr efsta Vaðstreng á laugardagsmorgun, gullfallegir fiskar og glænýjir, en allir lúslausir. Þar er fínt og fallegt vatn, ef eitthvað er aðeins í hærri kantinum, þar sem staðir eins og t.d. Ljónið eru ansi hraðir, en góðir veiðimenn finna auðvitað ráð við því. Á hádegi 20. júní voru komnir 25 laxar á land sem telst gott í þeirri verstöð. Laxinn er þokkalega vel dreifður um alla á og kominn fiskur alla leið uppí Eyrarfoss. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu dögum, enda Jónsmessustraumur í vikunni, en hollningin á ánni er samt miklu betri en síðustu ár. Guð láti gott á vita!

Fyrstu fiskarnir í Fljótá komu líka á laugardag, sannkallaðir gullmolar 78 og 92 cm fiskar sem tóku rauðan Frances og Collie Dog. Morguninn eftir komu svo 2 fallegir fiskar í viðbót á sömu flugur – spegilfagrir og fallegir fiskar.

Þá var snillingurinn Ingó Ásgeirs í miklu stuði í Blöndu fyrir nokkrum dögum og landaði m.a. þessum gullfallega 90 cm fiskum.

Mr. Burns

Fleiri áhugaverðar fréttir

The post Hugleiðing í byrjun laxveiðisumarsins 2020 appeared first on Tips.is.

]]>
4177
Eitthvað að kroppast upp í Vatnsdalnum https://www.tips.is/eitthvad-ad-kroppast-upp-i-vatnsdalnum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=eitthvad-ad-kroppast-upp-i-vatnsdalnum Tue, 23 Jun 2020 11:24:47 +0000 https://www.tips.is/?p=4167 Við heyrðum í Birni upp í Vatnsdal í pásunni í gær þann 22.6 og hann sagði að eitthvað væri að kroppast upp af laxi. Hann taldi 14 fiska skráða í bók og var mest af fisknum fengið fyrir neðan Flóð. Einnig höfðu laxar veiðst í Grjóthrúgu, Torfa, Álku og á Horninu þannig að fiskurinn

The post Eitthvað að kroppast upp í Vatnsdalnum appeared first on Tips.is.

]]>

Við heyrðum í Birni upp í Vatnsdal í pásunni í gær þann 22.6 og hann sagði að eitthvað væri að kroppast upp af laxi. Hann taldi 14 fiska skráða í bók og var mest af fisknum fengið fyrir neðan Flóð. Einnig höfðu laxar veiðst í Grjóthrúgu, Torfa, Álku og á Horninu þannig að fiskurinn er mættur um alla á, þó svo að hann mætti vera dreifðari.

Við megum búast við frekari fréttum þeim félögum þegar opnunarhollið klárar en látum einnig nokkrar myndir frá Birni fylgja.

Fleiri áhugaverðar fréttir

The post Eitthvað að kroppast upp í Vatnsdalnum appeared first on Tips.is.

]]>
4167
Meira um gárubragðið (hitch) https://www.tips.is/meira-um-garubragdid-hitch/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=meira-um-garubragdid-hitch Mon, 22 Jun 2020 08:46:11 +0000 https://www.tips.is/?p=4160 Okkur hefur oft reynst vel þegar við erum í leiðsögn með óvana veiðimenn, að láta þá nota gáruflugu sem fyrsta kost. Fluga með gárubragði (yfirleitt er þetta samt oftast gárutúpa) er fislétt og truflar yfirborðið lítið, jafnvel þótt köstin séu ekki til fyrirmyndar. Og svo er auðvelt að stytta í og menda línuna aðeins til að losna við allra mesta spagettíið og fá þokkalega gott flot

The post Meira um gárubragðið (hitch) appeared first on Tips.is.

]]>

Okkur hefur oft reynst vel þegar við erum í leiðsögn með óvana veiðimennað láta þá nota gáruflugu sem fyrsta kost. Fluga með gárubragði (yfirleitt er þetta samt oftast gárutúpa) er fislétt og truflar yfirborðið lítið, jafnvel þótt köstin séu ekki til fyrirmyndar. Og svo er auðvelt að stytta í og menda línuna aðeins til að losna við allra mesta spagettíið og fá þokkalega gott flot sem virðist yfirleitt duga og svo bara dauðarek og halda stangartoppnum hátt– ekkert vesen með stripp og línustjórnun. Og það sem mestu skiptir: þetta er eitt allra skilvirkasta leitartækið á göngutíma laxins og styggir fiskinn lítið sem ekkert. Jafnvel þótt hann taki ekki fluguna, sem er oftast vegna þess að hún var ekki framreidd á kórréttan hátt, þá kemur hann samt á eftir henni og veiðimaður og leiðsögumaður eiga næstu leiki reynslunni ríkari. Stundum kemur hann strax í næsta kasti og neglir hitsið með látum, en svo getur líka verið að hann vilji ekkert nema Sunray á harðastrippi eða jafnvel tommu Frances sem skrapar botninn á dauðareki. 

Tips: Gárubragðið er öflug aðferð til að leita að fiski og styggir jafnframt lítið sem ekkert. Það er því klókt að byrja með gárubragðið framan af sumri og alveg fram í miðjan ágúst.     

Fleiri áhugaverð tips

The post Meira um gárubragðið (hitch) appeared first on Tips.is.

]]>
4160
Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum https://www.tips.is/bleikjuveidi-a-pupur-i-stoduvotnum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bleikjuveidi-a-pupur-i-stoduvotnum Mon, 22 Jun 2020 08:44:05 +0000 https://www.tips.is/?p=4158 Fyrir það fyrsta þá skaltu taka því rólega – og meira að segja mjög rólega vinur minn. Bleikjunni liggur ekkert á og því mikilvægt að komast á sama tempó og hún áður en þú byrjar að kasta og oft er gott að taka nokkrar jóga pósur. Gömlu mennirnir tróðu gjarna Prince Albert í pípu og fúmuðu einsog enginn

The post Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum appeared first on Tips.is.

]]>

Fyrir það fyrsta þá skaltu taka þ rólega – og meira að segja mjög rólega vinur minn. Bleikjunni liggur ekkert á og því mikilvægt að komast á sama tempó og hún áður en þú byrjar að kasta og oft er gott að taka nokkrar jóga pósur. Gömlu mennirnir tróðu gjarna Prince Albert í pípu og fúmuðu einsog enginn væri morgundagurinn áður en þeir fóru á þetta stefnumót. Ég mæli samt frekar með jóga og hugleiðslu…   

Notaðu langan flúorkarbon taum svona 9-11 fet og flotlínu, tökuvara og þyngda púpu – það er ekki síðra að nota dropper til að veiða aðeins dýpra. Gefðu svo pöddunni/pöddunum nægan tíma til að sökkva í djúpið og dragðu síðan löturhægt inn og hafðu auga á tökuvaranum, því bleikjan tekur grannt og vertu viðbúinn minnsta hökti á tökuvaranum, og lyftu þá stönginni mjúklega til að festa í fiskinum. 

Tips: vertu á sama tempói og bráðin.  

Fleiri áhugaverð tips

The post Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum appeared first on Tips.is.

]]>
4158
Frá Stóru Laxá í Hreppum https://www.tips.is/stora_laxa_hreppum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=stora_laxa_hreppum Mon, 22 Jun 2020 08:37:01 +0000 https://www.tips.is/?p=4150 Það var uppúr aldamótum að við skötuhjúin áttum 2 daga á svæði 3 í Stóru Laxá í Hreppum 13da – 15da júlí. Það hafði verið ágætis veður dagana á undan og þokkalega hlýtt og þurrt, en þegar við renndum í Hreppana gerði þokusúld í stilltu og mildu veðri sem lofaði góðu. Við vorum sein

The post Frá Stóru Laxá í Hreppum appeared first on Tips.is.

]]>

Það var uppúr aldamótum við skötuhjúin áttum 2 daga á svæði 3 í Stóru Laxá í Hreppum 13da – 15da júlí. Það hafði verið ágætis veður dagana á undan og þokkalega hlýtt og þurrt, en þegar við renndum í Hreppana gerði þokusúld í stilltu og mildu veðri sem lofaði góðu. Við vorum sein úr bænum, en hitt var þó sýnu verra að ekkert grill var á svæðinu eins og hafði þó verið lofað og svo var veiðibókin auð – barasta tabula rasa! Og því kannski ekki ástæða til mikillar bjartsýni. En allt um það þá brunuðum við á Flúðir á seinna hundraðinu, enda eitthvað í loftinu, og keyptum einnota grill til að redda málunum, enda Beef Teriyaki á matseðlinum.

Eftir allar þessar tilfæringar héldum við loks til veiða uppúr hálf 6 og ákváðum að fara beint niðrí Sveinsker og veiða okkur svo uppeftir. Það hafði bætt töluvert í súldina, en veður var ennþá stillt og milt. Strax í fyrsta kasti kom hann í hitsaðan Pate Diablo með gárubragði alveg efst í strengnum, en tók hana ekki. Og svo aftur alveg eins, þrisvar í viðbót án þess að snerta. Þá skipti ég um flugu og setti á Collie Dog ¼“ tommu áltúpu og við lönduðum þremur fallegum nýgengnum smálaxahængum í beit (allir svona 60-67cm) og tóku allir á hægu stuttu strippi og kvöldið þegar orðið frábært. En nú virtist sá silfraði hafa misst lystina í bili svo við fengum okkur hressingu og nutum kvöldsins með fuglasöng og blóm í haga og lífið var dýrðlegt þarna í róandi súldinni og gróandanum. En þá er kyrrðin skyndilega rofin þegar silfraður stórlax lyftir sér tignarlega lengst niðrá brotinu og lendir með þungum skelli og fleytir kerlingar á stilltum vatnsfletinum. Þessi var greinilega nýmættur og til að undirstrika það kafar hann tvisvar í viðbót nokkru síðar.

Nú var ekki lengur til setunnar boðið og ég ákvað að skipta um flugu, en halda mig samt á pöddunni. Veiða samt aðeins dýpra, og set undir svarta Frances örkeilu #16 og í 3ja kasti er hann á, fallegur hængur 65 cm. Og svo náðum við öðrum hæng 62 cm og 2ja ára hrygnu 81 cm og loks stórglæsilegum 72 cm sjóbirtingishæng – allt á Frances keiluna litlu. En sá stóri lét samt ennþá bíða eftir sér og klukkan alveg að verða og þokusúldin ekkert að gefa eftir og auk þess farið að rökkva og kólna. Nú voru góð ráð dýr, en ég ákvað að setja undir ½“ Haug keilutúpu, enda hefur sú fluga oft reynst mér vel þegar húmar að. Ég fór mér engu óðslega og lét fluguna veiða djúpt og þegar ég er kominn neðarlega á breiðuna þá bang tekur stórlax með látum, leggst aðeins á tökustaðnum en tekur svo strikið niður eftir, en til Guðs lukku stoppar hann á brotinu. Mér tókst með lagni að komast niður fyrir hann og halda honum í hylnum, en hann lét engu að síður hafa mikið fyrir sér allan tíman, en var loks landað í húminu og súldinni um hálfellefu leytið. Þetta var 96 cm. silfurgljáandi og sílspikuð hrygna, einn fallegasti fiskur sem ég hef fengið og toppurinn á frábærri vakt.

Daginn eftir var bongó blíða og sól en engin taka – og sáum heldur ekki fisk. Ekta Stóra Laxá mundi ég segja.

Svo síðasta morguninn var alveg sama blíðan og ekkert að gerast þangað til í Heljarþröm í sólinni um hádegið: High Noon and a time for a good gunfight! Hitsaður Arndilly Fancy í sólinni og bang 3 í beit og frúin með 2 á Toby: silfurgljáandi pattaralegir smálaxar og grálúsugir. Takk Stóra Laxá!

Tips: búðu þig undir hið óvænta jafnvel þótt horfur séu slæmar!

Fleiri áhugaverð tips

The post Frá Stóru Laxá í Hreppum appeared first on Tips.is.

]]>
4150
Hann er mættur í Vatnsdal https://www.tips.is/hann-er-maettur-i-vatnsdal/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=hann-er-maettur-i-vatnsdal Fri, 19 Jun 2020 08:15:21 +0000 https://www.tips.is/?p=4119 Við heyrðum í meistara Pétri í Flóðvangi áðan og það ískraði í kallinum af kátínu og fölskvalausri gleði, þegar hann tilkynnti okkur að „hann væri mættur“! Þeir voru að dunda sér við hefðbundin vorverk við Hólakvörn þegar allt í einu lyftir sér silfraður höfðingi í Kvörninni miðri og lendir með miklum skelli og gusugangi.

The post Hann er mættur í Vatnsdal appeared first on Tips.is.

]]>

Joe Saracone að veiða í vatnsdalsá
Við heyrðum í meistara Pétri í Flóðvangi áðan og það ískraði í kallinum af kátínu og fölskvalausri gleði, þegar hann tilkynnti okkur að „hann væri mættur“! Þeir voru að dunda sér við hefðbundin vorverk við Hólakvörn þegar allt í einu lyftir sér silfraður höfðingi í Kvörninni miðri og lendir með miklum skelli og gusugangi. Þeir klóruðu sér í kollinum félagarnir, horfðust í augu hissa og sögðu svo í kór: 100 kall!

Fleiri áhugaverðar fréttir

The post Hann er mættur í Vatnsdal appeared first on Tips.is.

]]>
4119
Fréttir úr Reykjadalsá í Reykjadal https://www.tips.is/frettir-ur-reykjadalsa-i-reykjadal/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=frettir-ur-reykjadalsa-i-reykjadal Sun, 14 Jun 2020 23:01:17 +0000 https://www.tips.is/?p=4094 Heyrðum í veiðimönnum sem voru við veiðar í Reykjadalsá núna um helgina og urðu þeir varir við mest af fiski í kringum Vestmannsvatn.  Ekkert af bleikju kom á land en menn voru að setja í fiska í kringum ósana og var meirihlutinn af fisknum í kringum 1 - 2 pund en þó voru

The post Fréttir úr Reykjadalsá í Reykjadal appeared first on Tips.is.

]]>

Heyrðum í veiðimönnum sem voru við veiðar í Reykjadalsá núna um helgina og urðu þeir varir við mest af fiski í kringum Vestmannsvatn.  Ekkert af bleikju kom á land en menn voru að setja í fiska í kringum ósana og var meirihlutinn af fisknum í kringum 1 – 2 pund en þó voru einhverjir sem náðu 3 pundum. Það er eins og fiskurinn sé að bunkast þar en lítið af honum er kominn fyrir ofan Laugar.  Einnig voru menn að setja í fiska í kringum Akur og voru menn að fá eitthvað á þurrflugur og þá aðalega black gnat sem gaf helst minni urriða en krókurinn og svartur nobbler voru öflugir einnig.

Núna ætti samt að styttast að fyrstu laxarnir fari að renna upp ána og aldrei að vita nema við fáum fréttir af fyrstu löxunum í Illukeldu eða Halldórshyl, enda eru þeir duglegir að sýna sig þar þegar þeir eru mættir á staðinn.

Það eru einhver veiðileyfi laus og hægt er að skoða þau á hérna hjá okkur –> https://www.tips.is/Tips/reykjadalsa/.  Má búast við að laxinn sé mættur á þessum tíma og urriðinn farinn að taka þurrflugur upp um alla á.

Fleiri áhugaverðar fréttir

The post Fréttir úr Reykjadalsá í Reykjadal appeared first on Tips.is.

]]>
4094